Skjálfti sem fannst vel
Það skalf vel á Siglufirði í gærkvöldi klukkan 19:40 þegar skjálfti af stærðinni 3,8 á Richter spratt upp fyrir utan minni Eyjafjarðar.
Það leyndi sér ekki þegar snarpur skjálftinn reið yfir með stuttum dink og glamri í glösum. Samkvæmt veðurstofunni varð jarðskjálfti að stærð 3.8 kl. 19:40 í gærkvöld fyrir mynni Eyjafjarðar. Upptök skjálftans urðu á sömu sprungu og hefur verið virk síðan 25. september, en á henni hafa mælst hundruðir skjálftar sl. daga. Skjálftinn fannst á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði. Þetta er stærsti skjálftinn sem mælst hefur í hrinunni, en þeir eru flestir 1-3 að stærð.
Athugasemdir