Skólaheimsóknir á Síldarminjasafnið
sksiglo.is | Almennt | 08.06.2011 | 19:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 401 | Athugasemdir ( )
Skólahópum sem heimsækja Síldarminjasafnið hefur fjölgað mikið með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Í vor eru skólahóparnir orðnir tíu talsins og koma víða að.
Meðal þeirra sem hafa heimsótt safnið þetta vorið eru Grunnskóli Fjallabyggðar, Stórutjarnaskóli í Suður-Þingeyjarsýslu, Lundarskóli á Akureyri, Hrafnagilsskóli í Eyjafjarðarsveit og Árskógsskóli í Dalvíkurbyggð.
Einnig fengum við skólaheimsókn frá Suðurnesjunum. Flestir kusu að fara í ratleik í Bátahúsinu og þá var einnig lesið fyrir yngstu börnin í lúkarnum í Tý. Eldri krakkarnir fengu aftur á móti að spreyta sig í kraftakeppni í Gránu og sumir hóparnir skoðuðu öll safnhúsin þrjú.
Texti og mynd. Rósa Margrét Húnadóttir.
Athugasemdir