Skreytingar í Hvanneyrarskál
sksiglo.is | Almennt | 04.01.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 750 | Athugasemdir ( )
Bjarni Þorgeirsson, málarameistari, hefur starfað við uppsetningu á ljósum á Hvanneyrarskálarbrún og ártali á Siglufirði síðan 1948, það eru félagar úr Skíðafélagi Siglufjarðar sem sjá um þennan viðburð árlega.
Ártalið sem Bjarni hefur séð um var rafrætt 1961. Bjarni segir að nú sé tími fyrir ungdóminn að fara að taka við og sjá um þessar skreytingar sem geta verið krefjandi ef veður eru válynd. En sá hópur manna sem komið hefur að þessum skreytingum í gegnum árin hefur ekki látið veðrið aftra sér frá þessari vinnu sem er mjög gefandi.

Myndin er af þeim félögum Bjarna, Skúla og Sigurjóni þar sem þeir fá sér kakósopa hjá Kaffi Rauðku þegar þeir komu frá því að skipta um perur á Gamlársdag.

Bjarni, Skúli og Sigurjón
Texti og myndir: GJS
Ártalið sem Bjarni hefur séð um var rafrætt 1961. Bjarni segir að nú sé tími fyrir ungdóminn að fara að taka við og sjá um þessar skreytingar sem geta verið krefjandi ef veður eru válynd. En sá hópur manna sem komið hefur að þessum skreytingum í gegnum árin hefur ekki látið veðrið aftra sér frá þessari vinnu sem er mjög gefandi.
Myndin er af þeim félögum Bjarna, Skúla og Sigurjóni þar sem þeir fá sér kakósopa hjá Kaffi Rauðku þegar þeir komu frá því að skipta um perur á Gamlársdag.
Bjarni, Skúli og Sigurjón
Texti og myndir: GJS
Athugasemdir