Einn á skútu!

Einn á skútu! Hann er Íri og heitir Finbarr Murphy. Siglir einn um höfin undir 20 metra háum seglum og þar finnur hann frelsið sem er svo

Fréttir

Einn á skútu!

Finbarr Murphy
Finbarr Murphy

Hann er Íri og heitir Finbarr Murphy. Siglir einn um höfin undir 20 metra háum seglum og þar finnur hann frelsið sem er svo eftirsóknarvert í lífinu. Hann hefur dvalið á Siglufirði á fjórðu viku, talar við alla - og er einstaklega vingjarnlegur og skemmtilegur maður!

Skútan hans, Bella Donna, er 58 feta löng og þegar maður veit að hann er bara einn um borð þá er eins og hún verði enn stærri. Fin, eins og hann vill láta kalla sig, hefur átt skútuna  í nærri sjö ár og siglt víða um höfin. Lengi vel með konu sinni, listakonu, sem nú dvelur heima, orðin nokkuð þreytt á þessum ævitýrasiglingum.  Hann keypti skútuna í Trinidad þar sem hún lá hálfumkomulaus eftir að eigandi hennar, Bandaríkjamaður, guggnaði í fyrstu sjóferð sinni á að sigla um heimshöfin með fjölskyldu sinni.  En til þess hafði hin glæsilega Bella Donna verið smíðuð.

Fin segir það helsta áhugamál sitt, fyrir utan frelsið sem hann finnur á Bellu sinni, að sigla á milli staða og hitta fólk og kynnast því. Í hinum margvíslegustu höfnum í Karabíahafinu, Bretlandseyjum, Noregi, Færeyjum og Íslandi. Héðan frá Siglufirði ætlar hann vestur með landi strax og byr gefur úr austri. Og hefur skýr áform um þar hvert hann vill halda. Eftir viðdvöl á Ísafirði í vetur er ferðinni heitið til Grænlands og síðan dreymir hann um siglingu yfir í Kyrrahaf um Panamaskurð eða með ströndum Suður Ameríku.

Fin er kominn af miklum byltingar- og uppreisnarmönnum langt aftur í ættir. Fólki sem barðist blóðugri baráttu í þúsund ár gegn breskum yfirráðum og kúgun.

„Lokabardaginn var háður 1921“, segir Fin stoltur, „og þá var Írska lýðveldið stofnað“. Faðir hans, einn af foringjum uppreisnarmanna, byggði upp í þeirri „samfélagsauðn“ sem Bretar skildu eftir sig, mikið fyrirtæki í ullariðnaði og hafði lengi um 2000 manns í vinnu. Synir hans tóku við hinum blómlega rekstri en Fin sem var afhuga skrifstofuvinnu lærði lífefnafræði og sneri sér síðan að sjómennsku og fiskveiðum. Í 36 ár var hann lengst af skipstjóri á eigin skipum og stundaði dragnótaveiðar á þorski og síld.

„ Synir mínir tveir eru báðir með skipstjórnarréttindi. En nú veiða Írar ekki lengur mikinn fisk“ - segir Fin, „ekki eftir að við gengum í Evrópusambandið!“



Finbarr og Örlygur













Örlygur að taka viðtal við Finbarr



Finbarr og Guðmundur









Heimir og Skarphéðinn starfsmenn SRV að setja kabyssu í skútuna



Olíukabyssa









Texti: ÖK
Myndir: GJS


Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst