Smíðakennsla hjá Öllu Siggu í Alþýðuhúsinu
sksiglo.is | Almennt | 13.08.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 481 | Athugasemdir ( )
Smíðakennsla hjá Öllu Siggu í Alþýðuhúsinu.
Alla Sigga bauð börnum sem voru stödd á Síldarævintýrinu um
verslunarmannahelgina að koma og smíða það sem þau langaði til og það voru greinilegt að margir sem tóku sér hamar, nagla, skrúfu
og borvél í hönd.
Bæði fullorðnir og börn höfðu virkilega gaman að.
Ég fékk ansi hreint veglega skútu að gjöf frá dóttur minni sem
sagði mér frá því að þetta hafi verið alveg rosalega gaman og hún ætli að smíða allt mögulegt handa mér í
framtíðinni. Ég bíð spenntur.






Athugasemdir