Smíði á nýju fjölnota varðskipi

Smíði á nýju fjölnota varðskipi Smíði á nýju fjölnota varðskipi Landhelgisgæslu Íslands stendur yfir hjá ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Talcahuano

Fréttir

Smíði á nýju fjölnota varðskipi

Varðskipið Þór
Varðskipið Þór

Smíði á nýju fjölnota varðskipi Landhelgisgæslu Íslands stendur yfir hjá ASMAR skipasmíðastöð sjóhersins í Talcahuano í Chile. Smíði skipsins hófst þann 16. október 2007.

Skipið var sjósett þann 29. apríl 2009. Nú standa yfir sjó- og togprófanir og síðan hallaprófanir sem eru síðasti verkþáttur í smíðaáætlun skipsins sem áætlað er að afhenda 23. september nk. Stefnt er að því að Þór komi til Reykjavíkur um mánuði síðar.

Erum við nú farin að sjá fyrir endann á löngu smíðaferli sem hófst í október 2007. Áhöfn skipsins hefur að undanförnu verið við þjálfun en gert er ráð fyrir að 18 manns verði í áhöfn Þórs. Gert er ráð fyrir að skipið verði í rekstri innan efnahagslögsögunnar og verður það bylting í eftirlits- og björgunargetu Landhelgisgæslunnar. Þór mun gjörbreyta möguleikum í björgun og aðstoð við skip á hinu víðfeðma hafsvæði sem Ísland ber ábyrgð á.

Myndir af framgangi skipasmíðanna og þjálfunarmálum má nálgast hér.
Kynning á skipinu og tæknilegar upplýsingar eru (PDF skjal) hér.
Um (PDF skjal) orkustjórnunarkerfi v/s ÞÓR.



Prófun á slökkvibúnaði

Prófun á slökkvibúnaði



Heimasíða LHG



Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst