Snillingar bæjarins! Constantín

Snillingar bæjarins! Constantín Hann heitir þessu stóra nafni: Constantin en er í daglegu tali meðal Siglfirðinga bara kallaður Konni. Konni og konan

Fréttir

Snillingar bæjarins! Constantín

Útskurðarlist
Útskurðarlist

Hann heitir þessu stóra nafni: Constantin en er í daglegu tali meðal Siglfirðinga bara kallaður Konni. 

Konni og konan hans Michaela fluttu hingað frá Rúmeníu fyrir rúmum 10 árum og þau eiga tvo drengi sem heita Eduard og Patrick.

Mikill hvalreki fyrir okkar litla bæjarfélag að fá svona hörkuduglegan mann og snilldar útskurðarmeistara til okkar.

Fann hann loksins eftir nokkra leit uppi í Gagnfræðiskóla þar sem hann var að kenna á útskurðarnámskeiði fyrir Þjóðlagahátíðina, það hefur hann gert í mörg ár.

Konni, Af hverju Sigló?

"Siglufjörður er dásamlegur staður", segir Konni og heldur svo áfram, " hér býr gott fólk og alltaf nóg af vinnu. Þegar ég er ekki að skera út vinn ég við að beita, konan mín vinnur við þrif og börnunum líður mjög vel hér. Patrick er núna úti á Spáni að spila fótbolta með KF, hugsaðu þér. Getur ekki orðið betra".

Það er erfitt að taka almennilega mynd af þessum útskurðar snillingi, hann hendist á milli nemendanna og hjálpar þeim á alveg einstaklega róandi máta. Þetta er mikil þolinmæðisvinna.

"Bara rólega, varlega, svona já" segir hann með jöfnu millibili.


Erfitt að ná mynd af kappanum en þarna er hann, Constantín útskurðarsnillingur!

Konan á myndinni fyrir ofan sem mér láðist að taka nafnið á sagði við mig.

"Já svo þú er Jón Björgvinsson", ha, já þekkir þú mig, spurði ég hissa.

"Nei, nei, en ég veit að móðir mín tók á móti þér þegar þú fæddist. Hún var hér í afleysingum sem ljósmóðir og ég man að hún sagði mér frá því að hafa þurft að klofa sjóskafla í brjáluðu verðri upp á  Hverfisgötu, allt ófært í bænum.Tók hún á móti þér á litlum beddasófa í kjallaranum hjá ömmu þinni". Ja, Dúdda mía, hvað heimurinn er stundum lítill. 

Mig rámar aðeins í þetta, eða hvað? Tuttugasta janúar, 1962 á Hverfisgötu 27.

Þarna var líka Sigríður Jónsdóttir bekkjasystir mín að nema tréskurðarlist hjá Constantin .


Sigríður Jónsdóttir bekkjarsystir mín, kennd við Jón og Soffíu á Nesi.

"Þetta er rosalega krefjandi listgrein og verð ég að róa sig niður áður en ég byrja, síðan er maður bara í eigin heimi og gleymir stund og stað. Constantín er snilldar kennari."

Þakka fyrir spjallið og geng svo ég um gangana í mínum gamla Gaggó og hugsa:

"Var þetta ekki stærra en þetta hér áður fyrr ?"

Myndir og texti:
NB

Hér er hægt að lesa um fleiri snillinga: Snillingar bæjarinns! Steingrímur

 


Athugasemdir

07.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst