Snillingar bŠjarins! Bßtasmi­urinn Nj÷r­ur

Snillingar bŠjarins! Bßtasmi­urinn Nj÷r­ur Hitti hann fyrir tilviljun ß grasbalanum fyrir sunnan Al■ř­uh˙si­. Hann břr ■ar rÚtt hjß. Nj÷r­ur! Hrˇpa Úg

FrÚttir

Snillingar bŠjarins! Bßtasmi­urinn Nj÷r­ur

Dreparinn! Hßkarlinn var drepinn me­ ■essari......
Dreparinn! Hßkarlinn var drepinn me­ ■essari......

Hitti hann fyrir tilviljun á grasbalanum fyrir sunnan Alþýðuhúsið. Hann býr þar rétt hjá.

Njörður! Hrópa ég og geng til hans og spyr: "Er það rétt sem ég hef heyrt um að þú sért byrjaður að smíða nýjan módel bát og að þú eigir flísalagðan bílskúr ?"

"Hver segir það? Spyr Njörður og virðist vera pínu varkár um sig.
Auður Helena Hinriksdóttir sagði mér þetta og bað mig að skila kveðju og að hún væri með meiri kopar handa þér. Svona góðan kopar sem þú notar til að smíða öll míni verkfærin með.

Já takk fyrir það, hún er nú búin að koma með koparinn þessi öðlingsstelpa.

Ísinn er brotinn og Njörður býður mér heim í flísalagðan bílskúrinn. 


Njörður Jóhannsson, snillingur í bátasmíði við flísalagðan bílskúrinn sinn.
("Þetta eru vöruprufur og afgangar sem ég hef komist yfir á mínum langa starfsferli" )

Bílskúrinn er hlýlegur og Njörður byrjar strax að segja frá bátnum sem hann er með í smíðum núna:

"Þessi hákarlabátur hét Haffrúin og var í eigu Björns Skúlasonar frá Vík í Héðinsfirði og hann fórst 10 apríl 1864 við Hraunsmúlaskaga við Skagaströnd.............."

Hér byrjar langur fyrirlestur og ég gleymi stund og stað. Sé fyrir mér hið harða líf sjómannsins í baráttunni við óblíð veðuröfl á opnum bátum.................

Því miður get ég ekki skrifað allt niður sem Njörður segir um sögu bátanna en við skulum hafa það alveg á hreinu að þessi snillingur veit allt og þá ég meina allt sem hægt er að vita um söguna, veiðifærin, verkfærin, akkeri o.s.fv.

þetta allt hefur hann líka smíðað  í smækkaðri mynd. "Þetta tilheyrir sögu bátanna" segir hann og ég sé hvernig augun ljóma og lifna við söguna og hendurnar eru ákaft notaðar til að leggja áherslu á að það sé mikilvægt að rétt sé farið með staðreyndir og annað sem tilheyrir þessum bátum.


Njörður er skemmtilegur sögumaður!

Ég neyðist til að stöðva hann í sögunni, hef ekki undan við að skrifa allt niður sem hann segir. Ég átta mig á því að ég hefði kannski átt að taka með upptöku vél og gera myndband úr þessu viðtali. En nú er ég mættur, eingöngu vopnaður með myndavél og penna, svo ég segi við Njörð:

"Njörður! Ég held að ég geti ekki komið þessu öllu til skila, þetta er vefmiðill og Siglo.is er oftast með stutta texta og þá meira af myndum."

"Ég held líka að ég verði að vanda mig alveg ógurlega við að taka góðar myndir, því ég vil að lesendur sjái það sem ég sé."

"Þegar ég sé bátana þá dettur af mér andlitið af undrun, ég átta mig á því hversu ótrúleg nákvæmni og þolinmæðis vinna það er að byggja svona nákvæmar kópíur af bátum eins og þú gerir. Ég vil að lesendur sjái á myndunum að hér er á ferðinni snillingur sem hefur hæfileika sem eru alveg einstakir."

Eftir smá umhugsun sættir snillingurinn sig við rök mín og hjálpar mér á allan hátt við að reyna að taka góðar myndir.


Haffrúin í smíðum. Hingað til eru kommnir 2700 naglar í hana, en fyrst verður hann að bora öll göt áður með bor sem er 0,30 mm.


Borinn er aðeins sverari en hárstrá. 0,30 mm
(Rétt sést í hann í endandum á tönginni)


"Taktu eftir hér, segir Njörður! Borðin mætast hér og ganga yfir hvert annað og þetta er erfitt að gera á svona smáum kópíum."


Njörður smíðar öll verkfæri sem tilheyra bátunum , það eina sem hann ekki smíðar sjálfur eru naglarnir.
(Takið eftir að það er ljós niður í káetunni í bakgrunninum)


Njörður og báturinn sem hann smíðaði í fyrra, hann er að sýna mér sérkennilega lausn sem þeir höfðu á akkerinu á þessum bát.

Báturinn er nánast tilbúinn nema seglin, "konan mín ætlar að hjálpa mér með seglin þegar ég er tilbúinn með Haffrúna. Betra gera bæði í einu því þetta eru svo lík segl".

Takk fyrir spjallið Njörður.

Geng út úr flísalögðum bílskúrnum og hugsa. Þvílík snilld, þvílík þolinmæði og maður verður nú að hafa alveg einstakan persónuleika til að klára af svona nákvæmnisverk.

Já hann er alveg einstakur, hann Njörður Jóhannsson!

Meira um aðra snillinga bæjarinsSnillingar bæjarinns! Constantín

                                                    Snillingar bæjarinns! Steingrímur

Myndir og texti:
NB

Tengdar frÚttir

Athugasemdir

23.j˙lÝ 2024

Sk Siglˇ ehf.

580 Siglufj÷r­ur
Netfang: sksiglo(hjß)sksiglo.is
Fylgi­ okkur ßáFacebookáe­aáTwitter

Pˇstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

┴bendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst