Snjóblinda kemur út í Þýskalandi í dag
sksiglo.is | Almennt | 07.10.2011 | 13:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 156 | Athugasemdir ( )
Glæpasagan Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson kemur út í Þýskalandi í dag á vegum Fischer útgáfusamsteypunnar og hefur fengið nafnið Schneebraut á þýsku, í þýðingu Ursulu Giger.
Bókin kom út hjá Veröld í október í fyrra og tryggði Fischer sér réttinn á bókinni aðeins tíu dögum síðar. Sagan gerist að vetrarlagi í síldarbænum Siglufirði þar sem Ari Þór Arason, lögreglumaður sem er nýfluttur norður, þarf að takast á við grunsamlegt dauðsfall aldraðs rithöfundar hjá leikfélagi bæjarins auk þess sem ung kona finnst liggjandi í snjónum í bakgarði í bænum, nær dauða en lífi.
Sjálfstætt framhald Snjóblindu, Myrknætti, er væntanlegt frá Veröld síðar í þessum mánuði. Þar hitta lesendur aftur fyrir lögreglumanninn Ara, sem og unga sjónvarpsfréttakonu frá Reykjavík, en Ragnar starfaði sem sjónvarpsfréttamaður á námsárum sínum og sótti í þá reynslu við skrif þessarar nýju bókar. Í Myrknætti finnst illa útleikið lík á afskekktum stað í Skagafirði og Ari glímir við rannsókn morðmálsins, en fréttakonan, Ísrún, sýnir málinu mikinn áhuga og heldur norður í leit að upplýsingum. Á sama tíma bíður ung nepölsk kona dauða síns, lokuð inni í myrkri á óþekktum stað á Íslandi.
Texti: Aðsendur.
Mynd: Af netinu.
Bókin kom út hjá Veröld í október í fyrra og tryggði Fischer sér réttinn á bókinni aðeins tíu dögum síðar. Sagan gerist að vetrarlagi í síldarbænum Siglufirði þar sem Ari Þór Arason, lögreglumaður sem er nýfluttur norður, þarf að takast á við grunsamlegt dauðsfall aldraðs rithöfundar hjá leikfélagi bæjarins auk þess sem ung kona finnst liggjandi í snjónum í bakgarði í bænum, nær dauða en lífi.
Sjálfstætt framhald Snjóblindu, Myrknætti, er væntanlegt frá Veröld síðar í þessum mánuði. Þar hitta lesendur aftur fyrir lögreglumanninn Ara, sem og unga sjónvarpsfréttakonu frá Reykjavík, en Ragnar starfaði sem sjónvarpsfréttamaður á námsárum sínum og sótti í þá reynslu við skrif þessarar nýju bókar. Í Myrknætti finnst illa útleikið lík á afskekktum stað í Skagafirði og Ari glímir við rannsókn morðmálsins, en fréttakonan, Ísrún, sýnir málinu mikinn áhuga og heldur norður í leit að upplýsingum. Á sama tíma bíður ung nepölsk kona dauða síns, lokuð inni í myrkri á óþekktum stað á Íslandi.
Texti: Aðsendur.
Mynd: Af netinu.
Athugasemdir