Austurrískir snjóflóðasérfræðingar á ferð

Austurrískir snjóflóðasérfræðingar á ferð Fyrir nokkrum dögum voru á ferð á Siglufirði átján snjóflóðasérfræðingar til þess að skoða aðstæður. Margt

Fréttir

Austurrískir snjóflóðasérfræðingar á ferð

 Austurríkismenn og heimamenn á Aðalgötunni
Austurríkismenn og heimamenn á Aðalgötunni

Fyrir nokkrum dögum voru á ferð á Siglufirði átján snjóflóðasérfræðingar til þess að skoða aðstæður. Margt er hér að sjá því bæði hefur mikið verið unnið hér  að snjóflóðamálum og Siglufjörður er lykilstaður í þróun snjóflóðavarna á Íslandi .

Á sólríkum degi var gengið á Hafnarfjall í fylgd heimamanna, að því loknu var farið í sund, safnið skoðað og etinn kvöldverður við höfnina.

Í Íslandsreisu sinni hafa Austurríkismennirnir lagt leið sína á marga staði þar sem snjóflóðavarnir hafa verið reistar. Á Siglufirði voru fyrstu skrefin stigin í þeim miklu varnarvirkjaframkvæmdum sem hafa farið fram á síðustu árum víða um land. Fyrstu varnargrindurnar og netin voru sett upp í Hafnarfjalli 1996 og síðan fóru fram markvissar rannsóknir þeim tengdar sem lögðu línurnar um það hvernig snjóflóðavörnum var háttað á landsvísu.

Í heimalandi þeirra vinna um 300 verkfræðingar og tæknifræðingar að snjóflóða- og vatnsflóðavörnum, hættumati og öðrum viðbúnaði vegna slíkra flóða. Félag þeirra skipuleggur árlega fræðsluferðir innanlands og fjórða til fimmta hvert ár fara þeir í utanlandsreisur, síðast til Noregs og nú er það Ísland í fyrsta sinn.

Texti og mynd: Aðsent.



Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst