Snjór og blíđa
sksiglo.is | Almennt | 22.03.2014 | 18:42 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 730 | Athugasemdir ( )
Það var komin rjómablíða, sól og logn á Sigló um
hádegi á laugardaginn.
Þegar ég lét hana Ólöfu draga mig og börnin á snjóþotu um bæinn var þetta eiginlega eins og bærinn væri
rafmagnslaus eða allar tölvur og sjónvörp biluð.
Það voru hreinlega allir úti að leika sér. Þetta var ekkert ósvipað og þegar kúnum er hleypt út á vorin.
Einhverjir voru að leika sér á snjóþotum, aðrir léku sér í sköflum enn aðrir á jeppum og einhverjir á
vélsleðum. Svo að sjálfsögðu voru mjög margir að rölta um bæinn og biðu eftir rjóma-, mjólkur-, og osta-
flutningabílum.
Hrikalega var þetta kærkomið. Fullt af snjó, allir úti að leika sér og allt nákvæmlega eins og það átti að vera.











Athugasemdir