Snyrtistofa Hönnu

Snyrtistofa Hönnu Í lok september fluttist Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir loksins heim á Sigló og opnaði snyrtistofu á Siglufirði. Er það í fyrsta sinn um

Fréttir

Snyrtistofa Hönnu

Í lok september fluttist Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir loksins heim á Sigló og opnaði snyrtistofu á Siglufirði. Er það í fyrsta sinn um árabil sem snyrtistofa hefur verið starfandi í bænum og nú sú eina í fjallabyggð. 



Hanna Sigríður, sem betur er þekkt sem Hanna Sigga, hefur lengi haft hug á að flytja aftur til Siglufjarðar og beið eftir rétta tækifærinu til þess. Þegar hún sá það opnast var hún fljót að stökkva til en nú er aðstaða snyrtistofunnar á Skálahlíð þar sem gengið er inn beint af bílastæðunum. Aðspurð segist hún stefna á að flytja sig „down town Sigló“ innan skamms þegar rétta húsnæðið finnst. 

„Viðtökur hafa verið frábærar“ segir Hanna Sigga sem bíður uppá alhliða snyrtingu sem hentar öllum, konum sem körlum og ungum sem öldnum. Hún lærði snyrtifræði frá Snyrtiakademíunni þaðan sem hún útskrifaðist með sveinsréttindi sín en síðan þá hefur hún sótt alþjóðleg réttindi í greininni og lokið Cidesco prófi ásamt því að hafa tekið fullt af námskeiðum til að auka reynsluna. Síðastliðin þrjú ár vann Hanna Sigga á snyrtistofunni Gyðjunni í Reykjavík og hefur því víðtæka og góða reynslu. 

„Ég hef opið alla virka daga eftir pöntunum frá klukkan 10-18 en er að sjálfsögðu sveigjanleg með það Hægt er að panta tíma í síma 867-9799“ segir Hanna Sigga um leið og hún undirbýr komu næstu viðskiptavinar.

Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst