Sólardagurinn 28. janúar á Siglufirði

Sólardagurinn 28. janúar á Siglufirði Siglfirðingar tóku forskot á sólardaginn í gær, drukku sólarkaffi og hámuðu í sig hinar sívinsælu pönnukökur frá

Fréttir

Sólardagurinn 28. janúar á Siglufirði

Sjálfsbjargarkonur að undirbúa sölu á pönnukökum
Sjálfsbjargarkonur að undirbúa sölu á pönnukökum

Siglfirðingar tóku forskot á sólardaginn í gær, drukku sólarkaffi og hámuðu í sig hinar sívinsælu pönnukökur frá Sjálfsbjörgu.

Svo má endurtaka leikinn í dag ekki síst ef sólin nær að skína því það er dagurinn í dag sem í meira en hálfa öld hefur verið talinn fyrsti sólardagur.

Þegar sólin nær að skína í öllum bænum, yst sem syðst og alveg niður á eyrarodda. Áður miðaðist þessi tímamæling við höfuðból staðarins, Hvanneyri, það er þann 27. janúar sem sólin skín þar á litlu svæði efst og utarlega í bænum.

Hér mætti rifja upp enn og aftur orð Hannesar Jónassonar ritstjóra og bóksala sem orti ljóð um mikilvægi fyrsta sólardags á Siglufirði. Ljóðið birtist í blaði hans Fram 27. janúar 1917 og fylgdi því þessi hugleiðing:

,,Á morgun sér sólina aftur hér á Siglufjarðareyri; hefir þá verið sólarlaust hér í meir en 2 mánuði.
Fyrstu sólaruppkomu á árinu ber að fagna af öllum. Sú siðvenja hefir verið hér á Siglufirði, að gefa skólabörnuunum nokkurt frí, þegar ekki hefir verið sunnudagur þann dag.

Leikskólabörn á Siglufirði

Til sólarinnar 27. janúar 1917

Kom blessaða sól með birtu og yl
til barnanna á landinu kalda
Við höfum svo lengi hlakkað til
er hátign þín kemur til valda
:;og vetur
ei getur
sér lengur í hásæti hreykt:;”

Ljóð þetta var sungið um áratugi í Barnasóla Siglufjarðar við þýskt lag. Valey Jónasdóttir viðhélt lengst þessum gamla sið en hann féll í gleymsku eftir að hún hætti kennslu. Um 1998/9 var söngurinn endurvakinn með hjálp Valeyjar. Síðan hefur öllum börnum skólans verið kenndur söngurinn og 28. janúar ár hvert syngja þau hann á Torginu og eftir 2004 í kirkjutröppunum.  

Grunnskólabörn í kirkjutröppum.

Texti: ÖK

Mundir: GJS





Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst