Sólarpönnukökur Sjálfsbjargar
sksiglo.is | Almennt | 27.01.2014 | 18:59 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 604 | Athugasemdir ( )
Árni Heiðar Bjarnason fór með myndavélina og tók nokkrar myndir
í Sjálfsbjargarhúsinu í dag, mánudaginn 27. janúar en á morgun 28. janúar verður fyrsti sólardagur Siglfirðinga. En 15.
nóvember sást sólin síðast.
Búið er að panta á milli 1600 og 1700 pönnukökur hjá
Sjálfsbjörg þannig að það var nóg að gera hjá stúlkunum við að baka. 7 konur með 7 pönnur voru á fullu og enn fleiri
að sinna öðrum störfum í kring um sólarpönnukökurnar.
Opið verður frá 08:00-16:00 28. janúar og þá geta minni spámenn
sem klikkuðu á því að gera magnkaup og panta í tæka tíð reddað sér með því að kíkja við hjá
stúlkunum og kaupa nokkrar sólarpönnsur.
Hér eru svo nokkrar myndir sem Árni tók í dag þegar allt var
vægast sagt á fullu í undirbúning fyrir fyrsta sólardag.







Athugasemdir