Söngleikurinn Ást hjá Leikfélagi Húsavíkur
sksiglo.is | Almennt | 18.11.2012 | 18:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 221 | Athugasemdir ( )
Senn líður að frumsýningu á Söngleiknum Ást hjá Leikfélagi Húsavíkur -
verða dyr leikhússins opnaðar upp á gátt þann 24 nóvember næstkomandi og
munu þá frumsýningargestir fá að kynnast Sigurjóni, Pétri og Tótu,
Sigurlaugu og Bárði og öllum öðrum vistmönnum elliheimilisins, sem fær
að reyna ástina, þegar Nína birtist allt í einu á sjónarsviðinu ásamt
Friðberti, syni sínum.
Að ógleymdri hjúkrunarkonunni Kamillu, sem ræður ríkjum á elliheimilinu!
Alls stíga um tuttugu leikarar á svið auk þriggja manna hljómsveitar.
Leikfélag Húsavíkur vill með sýningu sinni á Söngleiknum Ást hvetja landsmenn alla til að koma til Húsavíkur og kynnast höfuðborg ástarinnar af eigin raun - með því að sjá Söngleikinn Ást og njóta ferða, gistingar og góðs matar að auki hjá samvinnuaðilum Leikfélagsins.
Mun þetta vera í fyrsta sinn á Íslandi, sem áhugaleikfélag hrindir af stað svo stóru samvinnuverkefni.

Að ógleymdri hjúkrunarkonunni Kamillu, sem ræður ríkjum á elliheimilinu!
Alls stíga um tuttugu leikarar á svið auk þriggja manna hljómsveitar.
Leikfélag Húsavíkur vill með sýningu sinni á Söngleiknum Ást hvetja landsmenn alla til að koma til Húsavíkur og kynnast höfuðborg ástarinnar af eigin raun - með því að sjá Söngleikinn Ást og njóta ferða, gistingar og góðs matar að auki hjá samvinnuaðilum Leikfélagsins.
Mun þetta vera í fyrsta sinn á Íslandi, sem áhugaleikfélag hrindir af stað svo stóru samvinnuverkefni.

Athugasemdir