Sparisjóður Siglufjarðar styrkir áheitagöngu Sigurðar H. Hallvarðssonar
Áheitaganga Sigurðar H. Hallvarðssonar fyrir Ljósið
föstudaginn 30.ágúst 2013
Í tilefni áheitagöngu Sigga Hallvarðs hefur starfsfólk Sparisjóðs Siglufjarðar tekið höndum saman og efnt til áheitagöngu hér
fyrir norðan.
Vegna slæmra veðurspár getum við því miður ekki gengið sama dag og Siggi og
ætlum því að ganga fimmtudaginn 29.ágúst.
Gengið verður frá Ólafsfirði, yfir Lágheiðina, Fljótin til Siglufjarðar, ca 62 km.
Göngugörpum er auðvitað frjálst að ganga þá vegalengd sem þeim hentar.
Lagt verður af stað kl 09:00 frá Olís í
Ólafsfirði....
Þátttökugjald er 2.000 kr sem hægt er að greiða á staðnum
og eða leggja inn á reikning Ljóssins í Sparisjóði Siglufjarðar númer hans er 1102-05-403000 kt. 590406-0740 sem og frjáls
framlög.
Sparisjóðurinn styrkir gönguna með því að gefa fólki frí til þess
að taka þátt sem og að leggja fé til söfnunarinnar. Það skal tekið fram að Sparisjóðurinn verður ekki lokaður þennan dag,
því sumir ganga á meðan aðrir standa vaktina.
Við starfsmenn Sparisjóðsins hvetjum fyrirtæki, einstaklinga, starfsmannafélög,
íþróttafélög, saumaklúbba og öll önnur félagasamtök að gera slíkt hið sama og leggja verðugu málefni
lið.
Siggi Hallvarðs sendir góðar kveðjur norður og er innilega þakklátur fyrir
stuðninginn.
Með bestu kveðju og von um góða þátttöku
Starfsfólk Sparisjóðs Siglufjarðar
Athugasemdir