Sparisjóður Ólafsfjarðar sameinast Arion banka
sksiglo.is | Almennt | 19.09.2012 | 15:05 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 344 | Athugasemdir ( )
Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 14. september síðastliðinn samruna Sparisjóðs Ólafsfjarðar við Arion banka á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki.
Arion banki tekur við öllum réttindum og skyldum Sparisjóðs Ólafsfjarðar og verða félögin sameinuð undir nafni Arion banka.
Unnið er að samruna Sparisjóðs Ólafsfjarðar og Arion banka og mun hann ganga í gegn síðar í mánuðinum. Samruninn verður með þeim hætti að engin röskun á að verða á þjónustu við viðskiptavini Sparisjóðsins sem áfram munu geta nýtt sín greiðslukort og þá þjónustuþætti sem þeir voru með hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar.Markmiðið er að veita íbúum á Ólafsfirði áfram vandaða og fjölbreytta fjármálaþjónustu.
Heimasíða: http://www.arionbanki.is/
Mynd: heimasíða: http://www.spar.is/spol--olafsfjardar
Athugasemdir