SR-Vélaverkstæði - Framúrskarandi fyrirtæki 2012

SR-Vélaverkstæði - Framúrskarandi fyrirtæki 2012 Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk-

Fréttir

SR-Vélaverkstæði - Framúrskarandi fyrirtæki 2012

Creditinfo hefur unnið ítarlega greiningu sem sýnir hvaða íslensk fyrirtæki fengu bestu einkunn í styrk- og stöðugleikamati félagsins m.v. ýmsar lykiltölur og breytur.

Þetta er annað árið í röð sem SR-Vélaverkstæði á Siglufirði er í hópi Framúrskarandi fyrirtækja að mati Creditinfo.

Ólafur Sigurðsson og Pálína Pálsdóttir stjórnendur SR-Vélaverkstæðis

Af rúmlega 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð eru í hlutafélagaskrá sýna 358 fyrirtæki þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda viðurkenninguna „Framúrskarandi fyrirtæki“.

Að mati Creditinfo er mikilvægara á litlum markaði að draga fram styrkleika fyrirtækja sem birtist í stöðugleika í rekstri fremur en niðurstöðum einstakra rekstrarára. Slíkar kröfur eru líklegri til að undanskilja sveiflukenndan árangur stærri eignarhalds- og móðurfélaga en undirstrika frekar styrkleika fyrirtækja í virkri starfsemi sem standast ýmsar efnahagssveiflur.

Eftirfarandi upplýsingar eru lagðar til grundvallar á mati Creditinfo um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

  • að hafa skilað ársreikningum til RSK 2009 til 2011

  • minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum

  • að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð

  • að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð

  • eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2009 - 2011

  • að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2009 til 2011

  • að vera með skráðan framkvæmdastjóra í hlutafélagaskrá

  • að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo

Lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2012 má nálgast hér.


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst