SR Vélaverkstæði hf á Siglufirði var stofnað árið 1935.

SR Vélaverkstæði hf á Siglufirði var stofnað árið 1935. Fyrirtækið byggir á traustum grunni og var lengst af sjálfstæð rekstrareining innan

Fréttir

SR Vélaverkstæði hf á Siglufirði var stofnað árið 1935.

Jjónas Halldórsson, Þorleifur Halldórsson, Sverrir Elefsen, og verkstjórinn Hilmar Elefsen.
Jjónas Halldórsson, Þorleifur Halldórsson, Sverrir Elefsen, og verkstjórinn Hilmar Elefsen.

Fyrirtækið byggir á traustum grunni og var lengst af sjálfstæð rekstrareining innan Síldarverksmiðju ríkisins, síðar SR-Mjöls.

Frá 2003 hefur fyrirtækið verið í eigu starfsmanna verkstæðisins, auka annara aðila og rekur það einnig trésmíðaverkstæði og byggingavöruverslunina, SR – Byggingavörur ehf og gjafa- og blómaverslunina, SR-Aðalbúð. Starfsmenn hjá SR eru nú um 23 talsins.

Auk þjónustu og nýsmíði fyrir fiskimjölsverksmiðjur hefur vélaverkstæðið unnið fyrir Becromal á Akureyri og ýmis önnur fyrirtæki um land allt.
Verkefnastaða verkstæðisins er nokkuð góð um þessar mundir og er Becromal þar mjög stór þáttur.

Einnig eru verkefni fyrir Marel, Síldarvinnsluna o.fl.  og í flestum tilfellum er verið að vinna úr ryðfríu stáli. Jarðgerðarvélar frá SR-Vélaverkstæði eru í notkun á Egilstöðum, Selfossi og Siglufirði en þetta eru vélar sem breyta lífrænu heimilis sorpi í moltu sem er notuð sem íblöndun í gróðurmold.

Á trésmíðaverkstæð SR hafa verði smíðuð, tunnuskýli, blómakassar og margt fleirra auk hefðbudinna trésmiða verkefna fyrir heimili og fyrirtæki.

Myndir frá heimsókninni eru hér

ljósm.GJS


 


Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst