Geisladiskurinn Síldarævintýrið endurútgefinn

Geisladiskurinn Síldarævintýrið endurútgefinn Geisladiskurinn Síldarævintýrið var fyrst gefinn út árið 1992 og naut hann mikilla vinsælda. Á

Fréttir

Geisladiskurinn Síldarævintýrið endurútgefinn

Síldarævintýrið 23 vinsæl lög síldaráranna
Síldarævintýrið 23 vinsæl lög síldaráranna

Geisladiskurinn Síldarævintýrið var fyrst gefinn út árið 1992 og naut hann mikilla vinsælda. Á Síldarminjasafninu seldist hann í tugum eintaka, bæði til íslenskra og erlendra safngesta sem vildu kynna sér tónlistarmenningu síldaráranna.

Lögin hafa öll beina skírskotun til síldaráranna og/eða sjómennskunnar en það var Jónatan Garðarsson sem hafði umsjón með útgáfu og lagavali.

Jónatan var staddur á Siglufirði nú í sumar og átti ágætan fund með starfsmönnum Síldarminjasafnsins sem stungu því að honum að geisladiskinn þyrfti að gefa út aftur, en hann hefur verið ófáanlegur um hríð. 

Nú hefur geisladiskurinn verið endurútgefinn, með nýrri mynd á forsíðu, vatnslitamynd eftir Örlyg  Kristfinnsson. Myndin er úr bók Örlygs, Saga úr síldarfirði, sem gefin verður út í haust. Geisladiskurinn er fáanlegur í Róaldsbrakka.

Texti: Rósa Húnadóttir

Mynd: ÖK


Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst