Stóreldhús Rauðku

Stóreldhús Rauðku Nýlega komu hjónin Heimir Magni Hannesson matreiðslumaður og Ingunn Björnsdóttir matartæknir heim frá Þýskalandi, þar sem þau sóttu

Fréttir

Stóreldhús Rauðku

Nýlega komu hjónin Heimir Magni Hannesson matreiðslumaður og Ingunn Björnsdóttir matartæknir heim frá Þýskalandi, þar sem þau sóttu tveggja daga námskeið í notkun Convotherm iðnaðarofna.

Convotherm er að sögn Heimis stærsti framleiðandi iðnaðarofna í heiminum.

Í stóreldhúsi Rauðku eru svokallaðir combi ofnar frá Convotherm, þar sem samspil hita og gufu er notað á margvíslega vegu.

Ofnarnir eru með lokað kerfi, þannig að loft fer hvorki inn í ofninn eða út við eldun, sem gerir það að verkum að maturinn verður miklu betri.



Með sérstakri gufusteikingu og undirþrýstingi í ofninum helst rakinn betur í matnum og næringarefnin og bragðgæðin haldast betur.

Svo er hægt að stilla á "crisp and tasty" til dæmis fyrir purusteik.

Ofnarnir eru forritanlegir svo hægt er að setja inn mismunandi uppskriftir í þá, auk þess eru þeir uppfæranlegir, og hægt að setja í þá snertiskjá til að stilla.  Svo er hægt að tengja ofninn við tölvu og fylgjast þannig með því sem er að gerast í ofninum.

Ofninn er með sjálfhreinsikerfi, þannig að einungis þarf að tengja við hann þvottaefni og gljáa, ýta á nokkra takka og þá hreinsar ofninn sig betur en hægt væri á "gamla mátann".

Þetta eru greinilega alvöru tæki.

Hér eru myndir frá námskeiðinu ytra.










Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst