Stóri sandkassinn á Rauðku lóðinni er að verða klár.
sksiglo.is | Almennt | 30.05.2013 | 13:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 515 | Athugasemdir ( )
Þegar mér var litið út um gluggann í græna húsinu sem er beint
á móti rauða húsinu í austurátt (semsagt græna húsið er austan við það rauða og það rauða heitir Rauðka,
Siglfirðingar skilja þetta vonandi) síðast liðinn þriðjudag sá ég einhverja hreyfingu í stóra sandkassanum á Rauðku
lóðinni.
Ég ákvað að standa upp úr hægindastólnum , rölta út
og tékka á þessu pari sem var að athafna sig þar. Örþreyttur rölti ég niður og út á lóð.
Þar voru Anna María og Óskar að gera strandblakvöllinn klárann.
Reyndar hélt ég alltaf að þetta væri sandkassi fyrir börn til að
dunda sér í á meðan foreldrarnir slökuðu á í huggulegheitum við höfnina. En sá sandkassi (barnasandkassinn) er við hliðina
á stóra sandkassanum (strandblaksvellinum).
Fyrsti leikur sumarsins á held ég að vera í dag.
Það er alveg á hreinu að ég á einhvern daginn eftir að
rústa Gulla Stebba í strandblaki á þessum strandblaksvelli.
Gulli Stebbi er nefnilega alltaf að tala um blak og strandblak og blak þetta og blak hitt,
þannig að ég verð bara að þagga niður í honum með þetta. Og ef einhver býður sig fram til að hjálpa mér (vinsamlegast
einhver sem er mjög góður í blaki) þá má sá hinn sami endilega hafa samband. Eftir því sem ég bezt veit þá eru 2
í liði í svona strandblaki. Allavega kom það í ljós þegar ég googlaði "women beach volleyball team in the sun" .
Ég mæli sterklega með því að kíkja niður á
höfn , fá sér kaffi eða eitthvað sterkara fyrir þá sem það vilja, kíkja á bátana og svo auðvitað strandblakið
í leiðinni.
Gulli Stebbi, ég er að skora á þig. (Bara einhverntíman í sumar sko,
ekki alveg strax).
Hérna eru nokkrar myndir af Önnu og Óskari að græja völlin og svo
nokkrar af strandblökurum. Magnað orð, "strandblökurum" .

Anna og Óskar að fella netið.

Óskar.

Anna að segja Óskari hvernig á að gera þetta rétt.

Þau kunna þetta.
Svo koma nokkrar myndir sem ég fann á netinu af strandblaki.

Ég held að þessi sé tekin á Costa del Sol.

Örugglega Credit mótið á Spáni.


Braszilíska landsliðið í strandblaki.
Og svo nokkrar myndir af strákunum í strandblakinu.


Athugasemdir