Sumarstemmning á Sigló

Sumarstemmning á Sigló Líkt og koma farfuglanna boða útihúsgögnin hjá Rauðku komu vorsins en þau rötuðu út síðastliðinn miðvikudag. Í blíðunni í gær nutu

Fréttir

Sumarstemmning á Sigló

Sumarlegt að sitja úti. Ljósmyd: www.sk21.is
Sumarlegt að sitja úti. Ljósmyd: www.sk21.is

Líkt og koma farfuglanna boða útihúsgögnin hjá Rauðku komu vorsins en þau rötuðu út síðastliðinn miðvikudag. Í blíðunni í gær nutu gestir Rauðku þessa vorboða og dreyptu á kokteilum í sólinni við smábátahöfnina.

Þó svo að mönnum hafi verið hlýtt í hamaganginum í fjallinu þá kallar setan utandyra þó ennþá á hlýjan fatnað, húfur og vettlinga. Svona allavega ef það á að sitja lengi. Nú er spurning, ætli húsgögnin séu komin til að vera eða þurfa þau aftur frá að hverfa áður en sumarið gengur í garð. Enn getum við átt von á smá vorhret á glugga og nöprum vindi sem hvín.

 

Ljósmynd: www.sk21.is


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst