Sunnudags hugvekja!

Sunnudags hugvekja! Opið bréf til Hrólfs! "Smá grubbl um karlmennsku og væmni" Já Hrólfur, ég fór í fótasnyrtingu og skammast mín ekkert fyrir það.

Fréttir

Sunnudags hugvekja!

Fótasnyrting er víst karlmennska
Fótasnyrting er víst karlmennska

Opið bréf til Hrólfs!

"Smá grubbl um karlmennsku og væmni"

Já Hrólfur, ég fór í fótasnyrtingu og skammast mín ekkert fyrir það.

Sá um daginn á svipnum á þér þegar ég kom inn á rakarastofuna (manshellirinn þinn) að það fer í taugarnar á þér þessi væmins tónn sem getur komið yfir karlmenn eins og mig og fleiri. Bara af því að þeir koma á svona konulausan  stað eins og rakarastofan þín er.

Var að reyna að segja þér að ég hefði farið í fótasnyrtingu hjá Hönnu Siggu, þú ojaðir og púaði yfir að svona umræðu efni passaði nú ekki hér á bæ og það var eins og það mætti ekki segja þessi tvö orð í sömu setningu, fótasnyrting og karlmennska. Bara helgispjöll að tala um þetta.


Fyrst fer maður í indislegt fótabað

Ég reyndi að verja mig og upplýsa þig um að þetta er virkilega erfitt karlmennsku vandamál fyrir mig og örugglega marga aðra. T.d er ég orðinn svo feitur að ég næ ekki þarna niður til að klippa táneglurnar eða gert nokkurn skapaðan hlut sjálfur.  þar fyrir utan er þetta auðvitað alvarlegt mál þegar konan sem þú sefur hjá vaknar æpandi á nóttunni þegar maður er að skera upp kálfana á henni með lífshættulegum tá nöglum eða að hún segir að það sé eins og að sofa hjá hákarli þegar ég rek hart hælsiggið í hana.

Á endanum segir hún bara, nei þessir fætur koma sko ekki upp í rúm hjá mér. Punktur basta.

Þú vildir sko ekki sýna þessu neinn skilning, kannski bara að því að ég er sköllóttur og ekkert á mér að græða á þinni rakarastofu, ætla bara að benda þér á að Hanna Sigga sagði að hár og neglur eru gerðar úr sama efni og ég var ekkert að biðja þig að koma við tærnar á mér. Bara vænta mér smá skilnings á þessu vanda máli. Get sagt þér það hér og nú að mér leið svo vel þegar hún Hanna Sigga var búin að taka mig í gegn, mér fannst ég vera með nýjar fætur og var eitthvað svo léttur að ég hefði geta gengið á vatni og hefði örugglega gert það ef það hefði ekki verið svona skítaveður þarna á föstudagsmorguninn.


Hanna Sigga með einhvurskonar ostaskerara, kítlaði mikið, en ekkert vont.

En félagi, ég ætla að fyrirgefa þér, í fyrsta lagi ert þú enn ungur maður og öðru lagi er í dag ekki til margir svona "heilagir staðir" eins og rakarastofan þín, í þriðja lagi held ég að þetta sé eitthvað tengt við eldast sem karlmaður.

Ég hef mér til mikillar skelfingar orðið var við þetta hjá sjálfum mér síðustu 2 árin. Er allvarlega að spá í hvort þetta sé einhvursskonar "breytingaskeið" sem er miklu algengara hjá konum að mér skilst. En áður en við förum út í þetta með "tilfinningalega væmni" verð ég að nefna nokkur líkamleg einkenni sem fylgja þessu.

T.d hár í miklu magni sem vex út úr nefinu á mér, sem, ef ég klippi þetta ekki daglega, þá getur þetta á einni viku litið út eins og að ég hafi troðið vírbursta upp í nefið á mér.

Eða BARTANA sem vaxa "í eyrunum" á mér, en ekki fyrir framan eyrun  eins og hjá venjulegu fólki.
Svo ekki sé nú minnst á augnabrýrnar sem gera allt til að vaxa saman og á endanum lýtur maður út eins og "BÚSKUR, BÚSKAR, KOMMA, STRIK.

Nenni varla að nefna táfýluna sem magnast með hverju ári.


Nýjir fætur, léttir og tilbúnir í að ganga á vatni 

En þetta er allt hægt að laga til með tækjum og tólum, já Hrólfur ég verð að viðurkenna fyrir þér að ég er farinn að kaupa allskonar sprey, smyrsl, brúnkukrem og fara í fótasnyrtingu.

Skil fyrst núna hvað það hlýtur að vera alveg hræðilega dýrt að vera kona.

Jæja snúum okkur af þessu með væmnina. Ég verð að viðurkenna að hún virðist fylgja þessu aldurstengda breytingarskeði, síðast í gærkvöldi varð ég að sækja handklæði þegar ég byrjaði að svitna ógurlega undir augunum þegar ég var að horfa á kvikmynd sem heitir Philomena. Skil ekkert í þessu.

Við erum náttúrulega vanir við að við karlmenn tjáum tilfinningar okkar í fáum orðum.

Eins og í Finnskum kvikmyndum gerðar eftir seinni heimstyrjöldina, ja nú er eiginlega ekkert stríð í þessum myndum. Gerast að mestu leyti í gufubaði og sýnir samtal tveggja vina. T.d Nærmynd af Kimmo sem svitnar mikið þegar hann tekur góðan slurk úr vodka flöskunni og segir samtímis sem hann réttir Pekka flöskuna: "Stríðið Pekka!, Stríðið!. Síðan kemur nærmynd af Pekka í minnst korter, maður sér hvað hann hugsar og svo réttir hann flöskuna tilbaka til Kimmo og segir: Já Stríðið" Kimmo.

Þessi langa sena segir allt um þeirra innilegu vináttu og tilfinningar.

Nú gæti náttúrulega einhver sagt: já auðvitað tjá sig karlmenn ekki með mörgum orðum enda allir komnir með alvarlegar heilaskemmdir af langvarandi áfengisneyslu.
Varla komnir á fertugsaldur.

Já Hrólfur minn, samkvæmt nýjustu rannsóknum gæti verið eitthvað til í þessu. Svo, elsku vinur farðu varlega með áfengi og það getur líka haft þau áhrif á suma að það vaði á þeim munnurinn í margskonar tilfinningar svammli, grenjum og ástarjátningum við allt og alla.

Hanna Sigga er algjör snillingur

Mér hefur alltaf fundist að við alvöru karlmenn tjáum ást okkar og væntumþykju ekki með orðum. Heldur miklu meira með því að gera allskonar hluti, byggja, laga og búa til eitthvað sem gagnast ekki bara okkur sjálfum.

Svoleiðis karlmennska kemur vel fram í kvikmyndinni ELDFJALL. Já, já sumir sega að myndin sér bara um: "Daddi Júll horfir út um stofugluggann, Daddi Júll horfir út um eldhúsgluggann, Daddi júll horfir út um gluggann á bílnum o.s.fv.

En mér finnst þetta með að elska með því að gera hluti komi skýrt fram í þessari kvikmynd. Engin segir orð fyrstu 10 mínúturnar og Daddi segir kannski þrjár til fjórar setningar i allri myndinni. En hann sýnir greinilega hversu mikið hann elskar þessa konu þótt hann segi það aldrei.

Og ég vara stórlega við að nota "ég elska þig" í tíma og ótíma og telja sig vinna eitthvað á því eða halda að það sé eitthvað sem konur elska og virða. Nei Hrólfur þessi þrjú orð hafa kostað mig og marga aðra karlmenn meiri vandræði en gleði og er greinilega ekkert nýtt fyrirbæri heldur.
það vita allir sem þekkja eitthvað til heimsbókmennta síðustu 1000 árinn.

Félagi! Ég sendi þér þessi orð til að vara þig við því sem getur læðst inní þína karlmennsku í framtíðinni, vona að þú takir þessum orðum vel og kannski gert ráðstafanir sem gagnast þér núna sem og einnig þegar aldurinn fer að læðast að þér.

Þinn vinur

Nonni Björgvins


Athugasemdir

09.október 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst