Svanirnir komnir aftur
sksiglo.is | Almennt | 09.09.2011 | 17:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 305 | Athugasemdir ( )
Álftafjölskyldan sem átti heima á hólmanum í Leirutjörn í vor var komin aftur í morgun, föstudag, eftir langa fjarveru. Ungarnir orðnir stórir og líklegast fleygir og foreldrarnir hinir stoltustu.
Eftir að hafa farið fram og aftur um fjörðinn í sumar hvarf hópurinn um mánaðamótin júlí-ágúst og er ekki vitað hvar hann hefur haldið sig síðan.
Er það greinilega endurtekin saga frá síðustu sumrum og er kenningin sú að fuglarnir þoli ekki flugeldasýninguna og sprengignýinn á Síldarævintýrinu.
En það er alþekkt að mörg húsdýr og villtir fuglar geta tryllst af hræðslu við slíkar aðstæður. Miðað við reynslu síðustu ára megum við búast við að þessi fríði álftahópur okkar dvelji hér innfjarðar langt fram eftir hausti.
Texti og mynd: ÖK
Eftir að hafa farið fram og aftur um fjörðinn í sumar hvarf hópurinn um mánaðamótin júlí-ágúst og er ekki vitað hvar hann hefur haldið sig síðan.
Er það greinilega endurtekin saga frá síðustu sumrum og er kenningin sú að fuglarnir þoli ekki flugeldasýninguna og sprengignýinn á Síldarævintýrinu.
En það er alþekkt að mörg húsdýr og villtir fuglar geta tryllst af hræðslu við slíkar aðstæður. Miðað við reynslu síðustu ára megum við búast við að þessi fríði álftahópur okkar dvelji hér innfjarðar langt fram eftir hausti.
Texti og mynd: ÖK
Athugasemdir