Sverrir Sveinsson á föstudagskvöldi

Sverrir Sveinsson á föstudagskvöldi Það var stór stund í gær fyrir Sverrir Sveinsson fyrrum rafveitustjóra á Siglufirði.Síðasta haftið í jarðgöngum milli

Fréttir

Sverrir Sveinsson á föstudagskvöldi

Við upphaf framkvæmda.
Við upphaf framkvæmda.
Það var stór stund í gær fyrir Sverrir Sveinsson fyrrum rafveitustjóra á Siglufirði.
Síðasta haftið í jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar var rofið.
Barátta hans og sannfæring á stórann þátt í að þessi mikla framkvæmd varð að veruleika.
En þegar Sverrir komst á þing hóf hann umræður um göngin og er hann hvarf af þingi þá tók Halldór Blöndal upp hanskann og kom verkinu í framkvæmd. Þegar Sverrir byrjaði að viðra hugmynd um jarðgöng til Ólafsfjarðar í gegnum Héðinsfjörð þá hristu margir höfuðið og töldu þetta hina mestu vitleysu. Þrautseigja og óeigingjörn vinna Sverris verður seint þakkað. Hugmyndir hafa komið upp um að nefna þjóðveginn frá Hólsbrú að gangnamunna Siglufjarðarmegin Sverrisbraut og veginn Ólafsfjarðarmeginn Blöndalsbraut. Margir virðast  hafa viljað eigna sér hugmyndina af Héðinsfjarðargöngunum en án efa er Sverrir Sveinsson aðalmaðurinn.



Sverrir hefur verið ötull talsmaður íþrótta og hefur lengi verið í stjórn Stangveiðifélags Siglufjarðar. Eftir að Sverrir hætti í rafmagninu keypti hann bátinn Aggi SI 8.




Athugasemdir

15.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst