Svört kría á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 15.07.2010 | 10:48 | Síldarminjasafnið | Lestrar 1716 | Athugasemdir ( )
Mjög sjaldgæfur fugl hefur sést hér á Siglufirði undanfarna tólf daga. Ef slíkt gerðist á Bretlandseyjum og sagt yrði frá því í fréttum þá drægi það að þúsundir ferðamanna segja breskir fuglaskoðarar sem eru staddir hér við jaðrakanamerkingar.
Ásamt Bretunum urðu allir helstu fuglaskoðarar Siglufjarðar vitni að flugi þessarar kríu í varplandinu austan flugvallarins í gær. Mikill fjöldi ljósmynda var tekinn og hefur virtur fuglafræðingur metið það að frekar geti verið um að ræða svart litafbrigði af venjulegri kríu (melanismi) heldur en útlenska kolþernu sem er náskyld kríunum. Slíkt litafbrigði sem er öfugt við hvítingjaafbrigðið (albínismi) er afar sjaldgæft meðal fugla. Undirritaður varð fyrstur var við þennan fugl fyrir tólf dögum og virtist honum hegðun hans bera vott um að hann væri nýfleygur ungi - en úr því á eftir að skera af hálfu fuglafræðinga. Eins og fyrr er getið myndi frétt af slíku náttúrufyrirbæri sem fuglinn sennilega er draga að hundruð, þúsundir eða jafnvel tugþúsundir manna í mörgum fjölmennum Evrópulöndum þar sem fuglaskoðun er stór þáttur í ferðaþjónustu.
Nánari fréttir af þessum sérstæða siglfirska fugli verða sagðar á fréttavef Sigurðar Ægissonar á næstu dögum: www.siglfirdingur.is
- ök
Ásamt Bretunum urðu allir helstu fuglaskoðarar Siglufjarðar vitni að flugi þessarar kríu í varplandinu austan flugvallarins í gær. Mikill fjöldi ljósmynda var tekinn og hefur virtur fuglafræðingur metið það að frekar geti verið um að ræða svart litafbrigði af venjulegri kríu (melanismi) heldur en útlenska kolþernu sem er náskyld kríunum. Slíkt litafbrigði sem er öfugt við hvítingjaafbrigðið (albínismi) er afar sjaldgæft meðal fugla. Undirritaður varð fyrstur var við þennan fugl fyrir tólf dögum og virtist honum hegðun hans bera vott um að hann væri nýfleygur ungi - en úr því á eftir að skera af hálfu fuglafræðinga. Eins og fyrr er getið myndi frétt af slíku náttúrufyrirbæri sem fuglinn sennilega er draga að hundruð, þúsundir eða jafnvel tugþúsundir manna í mörgum fjölmennum Evrópulöndum þar sem fuglaskoðun er stór þáttur í ferðaþjónustu.
Nánari fréttir af þessum sérstæða siglfirska fugli verða sagðar á fréttavef Sigurðar Ægissonar á næstu dögum: www.siglfirdingur.is
- ök
Athugasemdir