Teikn / Sign hjá Báru
Teikn / Sign
Bára Kristín eða Bára Skúla ( Skúla Jóns og Þórunnar)
eins og flestir Siglfirðingar þekkja hana opnaði sýninguna Teikn / Sign í Listagilinu á Akureyri 12. október síðast
liðinn.
Teikningarnar sem Bára er með á sýningunni eru draumkenndar, svarthvítar myndir sem
bera með sér ævintýrablæ.
Bára hefur einnig samið raftónlist og hefur komið fram á fjölmörgum
tónleikum hér á landi og þegar Bára er í raftónlistar gírnum þá kallar hún sig Plasmabell.
Þess má einnig geta að Bára útskrifaðist frá Kvikmyndaskóla
Íslands 2013 og hefur unnið við að gera teiknaðar hreifimyndir eða það sem er kallað animation.
Greinilega fjölhæf listakona hér á ferð og Siglo.is mælir með því að ef þið eigið leið um Akureyri að láta
sýninguna hjá Báru alls ekki fara framhjá ykkur. Jafnvel mætti hreinlega gera sér ferð á Akureyri til þess að skoða sýningun
hjá Báru.
Sýningin stendur til 27. okt.
Mynd við frétt fengin með leifi frá Báru.
Athugasemdir