Það er af sem áður var!

Það er af sem áður var! Margir Siglfirðingar sakna Sjómannadagsins eins og hann var haldinn hátíðlegur um áratugi. Nokkur ár eru síðan síðast var

Fréttir

Það er af sem áður var!

Baldur Bjarnason SI og fleiri bátar á Sjómannadaginn
Baldur Bjarnason SI og fleiri bátar á Sjómannadaginn
Margir Siglfirðingar sakna Sjómannadagsins eins og hann var haldinn hátíðlegur um áratugi. Nokkur ár eru síðan síðast var haldinn sómasamleg hátíð með sjómannamessu, kappróðri, hátíðarræðu, dansleik, sjómenn heiðraðir og svo framvegis.

Ekki var svo lítið gert að leggja blómsveig að hinum glæsta minnisvarða um sjómenn sem farist hafa við störf sín á hafi úti.

Aðeins voru hátíðarfánar á einu skipi í höfninni, einu því minnsta, Baldri Bjarnasyni SI! Á tveimur öðrum amk var íslenski fáninn við hún, á Múlabergi SI og Ragga Gísla SI.

Í samræðum manna síðustu daga hefur það verið nokkuð rætt hvort ekki megi gera eitthvað þessa helgi hér á Sigló. Hin glæsilega hátíð á Ólafsfirði er góðra gjalda verð en á það að verða þróunin að öll hátíðarhöld fari aðeins fram þar í austurbænum?; nú heyrist að 17. júní verði framvegis haldinn hátíðlegur á Ólafsfirði í stað þess að skipta því á milli staðanna sitt hvert árið.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins hefur rætt það nokkuð hvort safnið ætti ekki standa fyrir einfaldri en vandaðri dagskrá á Sjómannadaginn – a.m.k. má líta svo á að það sé verðugt verkefni og að staðurinn sé mjög viðeigandi.

Texti: ÖK
Mynd: GJS



Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst