Þau fylgjast með
Þegar maður er kominn yfir miðjan aldur þá er farið að líta í kringum sig til að finna heppilegan stað til að dvelja síðustu
æfiárin. Þannig fórum við Valtýr Sigurðsson í skoðunarferð á Hrafnistu í Reykjavík. Þar rákumst við
á tvo valinkunna siglfirðinga. Gyðu Jóhanns rúmlega níræða sem var í stuttri hvíldar innlögn og Gísla Elíasar
níutíu og tveggja ára. Það var gaman að hitta þessa hressu öldunga. Bæði ern og fylgjast vel með öllu því sem er að
gerast á Siglufirði. Gísli mátti varla vera að því að líta upp frá spilamennsku og Gyða með dagblöðin sem hún les
á hverjum degi. Greinilegt var að þessi tvö hafa um margt að spjalla enda voru bæði mjög virk í atvinnulífi Siglufjarðar á fyrri
árum. Gísli var verksjóri hjá Síldaverksmiðjum Ríkisins til margra ára og Gyða var umboðsmaður Sjóvá og
Eimskipafélagsins. Þá var Sigurður Jónsson eiginmaður Gyðu forstjóri SR í tuttugu og fjögur ár.
Róbert Guðfinnsson
Athugasemdir