Þau fylgjast með

Þau fylgjast með Þegar maður er kominn yfir miðjan aldur þá er farið að líta í kringum sig til að finna heppilegan stað til að dvelja síðustu æfiárin.

Fréttir

Þau fylgjast með

Gyða,Gísli og Róbert
Gyða,Gísli og Róbert

Þegar maður er kominn yfir miðjan aldur þá er farið að líta í kringum sig til að finna heppilegan stað til að dvelja síðustu æfiárin. Þannig fórum við Valtýr Sigurðsson í skoðunarferð á Hrafnistu í Reykjavík. Þar rákumst við á tvo valinkunna siglfirðinga. Gyðu Jóhanns rúmlega níræða sem var í stuttri hvíldar innlögn og Gísla Elíasar níutíu og tveggja ára. Það var gaman að hitta þessa hressu öldunga. Bæði ern og fylgjast vel með öllu því sem er að gerast á Siglufirði. Gísli mátti varla vera að því að líta upp frá spilamennsku og Gyða með dagblöðin sem hún les á hverjum degi. Greinilegt var að þessi tvö hafa um margt að spjalla enda voru bæði mjög virk í atvinnulífi Siglufjarðar á fyrri árum. Gísli var verksjóri hjá Síldaverksmiðjum Ríkisins til margra ára og Gyða var umboðsmaður Sjóvá og Eimskipafélagsins. Þá var Sigurður Jónsson eiginmaður Gyðu forstjóri SR í tuttugu og fjögur ár.

Róbert Guðfinnsson


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst