Þjóðin segir af eða á um Icesave

Þjóðin segir af eða á um Icesave Ljóst er að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram öðru sinni um Icesave-málið eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti

Fréttir

Þjóðin segir af eða á um Icesave

Frú Dorrit og herra Ólafur Ragnar
Frú Dorrit og herra Ólafur Ragnar

Ljóst er að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram öðru sinni um Icesave-málið eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að synja Icesave lögunum til staðfestingar.


Alþingi mun í framhaldinu þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar.

Þegar samningarnir um Icesave voru samþykknir með miklum meirihluta á Alþingi í liðinni viku voru lagðar tvær tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna málsins. Þær voru báðar felldar með 33 atkvæðum gegn 30.

Þá bárust forseta um 38 þúsund undirskriftir þar sem heitið var á forsetann að synja lagafrumvarpinu til staðgfestingar yrði það samþykkt á Alþingi og að þjóðin fái að úrskurða um þetta mál.

Og nú er boltinn hjá þjóðinni og líklegt að mörgun þyki talsvert erfiðara að gera upp hug sinn að þessu sinni.


Athugasemdir

14.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst