Þjóðlagasetrið hlýtur viðurkenningu á degi íslenskrar tungu

Þjóðlagasetrið hlýtur viðurkenningu á degi íslenskrar tungu Á degi íslenskrar tungu var Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði afhent

Fréttir

Þjóðlagasetrið hlýtur viðurkenningu á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu var Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði afhent sérstök viðurkenning fyrir þátt sinn í varðveislu tungumálsins.

Menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir afhenti viðurkenninguna í Álftanesskóla.

Gunnsteinn Ólafsson og Dúi Landmark tóku við viðurkenningunni fyrir hönd setursins en þeir hafa allt frá árinu 2005 unnið saman að því að kvikmynda fólk við söng og kveðskap, hljóðfæraleik og dans fyrir setrið.
Hannes Pétursson fékk Jónasaraverðlaunin svonefndu og veitti þeim viðtöku við sömu athöfn.

Háskólakórinn söng undir stjórn Gunnsteins lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og Snorra Hjartarsonar. Þjóðlagasetrið var sett á fót árið 2006 og hefur tekið á móti hátt í tíu þúsund gestum frá stofnun, þar á meðal fjölmörgum skólahópum.







Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst