Söngur og dans í Bláa-húsinu

Söngur og dans í Bláa-húsinu Í gær var undirbúningsfundur vegna stofnunar kvæðamannafélags og þjóðdansafélags í Fjallabyggð. Á fundinn mætti góður

Fréttir

Söngur og dans í Bláa-húsinu

Regína Guðlaugsdóttir
Regína Guðlaugsdóttir
Í gær var undirbúningsfundur vegna stofnunar kvæðamannafélags og þjóðdansafélags í Fjallabyggð. Á fundinn mætti góður hópur manna og kvenna sem tók vel undir í söng, kveðskap og dans.

Regína Guðlaugsdóttir sagði frá danskennslu í grunnskólanum sem hún sá um til fjölda ára og til sýnis voru dansbúningar sem voru hannaðir og saumaðir fyrir danssýningar nemendanna.

Síðast en ekki síst komu félagar frá dansfélaginu Vefaranum  í heimsókn. Þeir sögðu frá starfsemi sinni og létu alla dansa hringdans. Það er augljóst að mikill áhugi er fyrir dansfélagi og kvæðamannafélagi í Fjallabyggð því nú þegar hafa skráð sig 17 í kvæðamannafélagið og 20 í dansfélagið.









Texti: Guðrún Ingimundardóttir

Myndir: GJS


Athugasemdir

06.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst