Söngur og dans í Bláa-húsinu
sksiglo.is | Almennt | 13.10.2011 | 13:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 458 | Athugasemdir ( )
Í gær var undirbúningsfundur vegna stofnunar
kvæðamannafélags og þjóðdansafélags í Fjallabyggð. Á fundinn mætti góður
hópur manna og kvenna sem tók vel undir í söng, kveðskap og dans.
Regína Guðlaugsdóttir sagði frá danskennslu í grunnskólanum sem hún sá um til fjölda ára og til sýnis voru dansbúningar sem voru hannaðir og saumaðir fyrir danssýningar nemendanna.
Síðast en ekki síst komu félagar frá dansfélaginu Vefaranum í heimsókn. Þeir sögðu frá starfsemi sinni og létu alla dansa hringdans. Það er augljóst að mikill áhugi er fyrir dansfélagi og kvæðamannafélagi í Fjallabyggð því nú þegar hafa skráð sig 17 í kvæðamannafélagið og 20 í dansfélagið.
Texti: Guðrún Ingimundardóttir
Myndir: GJS
Athugasemdir