Þök hafa losnað á Siglufirði
sksiglo.is | Almennt | 30.01.2013 | 06:00 | Gunnar Smári Helgason | Lestrar 760 | Athugasemdir ( )
Talsvert er um að þakplötur losni, og jafnvel heilu þökin hafa lagt af stað í mestu hviðunum.
Björngunarsveitin Strákar á Siglufirði hefur staðið í ströngu við að bjarga þökum og þakplötum á húsum hér í bæ.
Þakið á Suðurgötu 46 var nærri farið af í heilu lagi aðfararnótt mánudagsins, en björgunarsveitarmönnum tókst að binda það niður áður en allt fauk.
Plötur losnuðu á Ljóðasetrinu, en vel gekk að stoppa þær, enda björgunarsveitarmenn í góðri æfingu við að binda niður þök núna.
Myndir frá Suðurgötu 46 á Siglufirði
Athugasemdir