Þór Jóhanns og safnið hans

Þór Jóhanns og safnið hans Þór Jóhannsson er mikill safnari og hefur bjargað ótrúlega mörgum hlutum frá glötun. Ég fékk að kíkja á brot af safni Þórs. En

Fréttir

Þór Jóhanns og safnið hans

Þór Jóhannsson er mikill safnari og hefur bjargað ótrúlega mörgum hlutum frá glötun.
 
Ég fékk að kíkja á brot af safni Þórs. En það sem ég fékk að sjá hjá honum núna eru miðar af flöskum með drykkjarvörum. Þetta sem maður hefur svo ótal sinnum heyrt talað um en aldrei séð.
 
Það er líklegt að einhverjir kannist við miðana sem á flöskunum voru og vonandi rifjar þetta upp gamlar góðar minningar um horfna drykkjarvöru.
 
Þór JóhannsHér eru nokkrir miðar merktir Lyfjabúð Siglufjarðar.
 
Þór JóhannsEfnagerð Siglufjarðar. 1 stk Valash. Andrés Hafliðason
 
Þór JóhannsLyfjabúð Siglufjarðar.
 
Þór JóhannsSteingrímur Einarsson læknir.
 
Þór JóhannsVörur sem voru til sölu hjá Efnagerð Siglufjarðar. Sjálfsagt muna einhverjir eftir þessum drykkjarvörum og jafnvel geta ímyndað sér bragðið þegar þeir sjá miðana.
 
Þór JóhannsHér eru miðar af vörum frá Efnagerð Akureyrar.
 
Þór JóhannsVörur frá Efnagerð Akureyrar.
 
Þór JóhannsVörur frá Sana Akureyrar. 
 
Þór JóhannsGosdrykkjaverksmiðjan á Akureyri. Lageröl. Aftappað með hreinsivélum.
 
Þór JóhannsCitronsodavatn frá Gosdrykkjaverksmiðju E. Einarssonar á Akureyri.
 
Þór JóhannsSvo kemur einn frá Geysi.
 
Svo kroppaði ég nokkra miða út frá myndunum hér fyrir ofan. 
 
Þór JóhannsÉg man eftir Jollý Cola. Hugsanlega fæst Jolly Cola ennþá.
 
Þór Jóhanns
 
Þór JóhannsValash. Maður hefur ótal sinnum heyrt talað um drykkinn Valash og líklega muna mjög margir eftir honum. Enn í dag heyrir maður menn biðja um Valash á Siglufirði og er það þá oftast notað yfir appelsín. Ég veit ekki hvort það er bein tenging þarna á milli, hugsanlega getur einhver frætt okkur á því hvort Egils appelsínið sé í raun og veru ættað frá Valash. Svo var annað sem ég vissi ekki og fylgdi aldrei umræðunni um Valash en það er að þessi eðal drykkur hafi verið blóðaukandi.
 
Þór JóhannsMix. Þetta er nú ennþá til þó svo ég viti ekki hvort þetta er sé nákvæmlega sami drykkur og þessi sem er seldur í búðum í dag. En eina sögu hef ég heyrt af drykknum MIX en hún er á þann veg að drykkurinn hafi orðið til vegna mistaka við blöndun bragðefna. En mistökin hafa greinilega verið mjög góð ef útkoman er drykkurinn MIX.
 
Þór JóhannsCream soda. Ég veit nú ekki alveg hvað þetta er en ég hef örugglega séð flösku með svona miða áður þó það sé nú alls ekki hundrað prósent öruggt. Hugsanlega eru bara gömlu miðarnir svona vinalegir að manni finnst maður hafa séð þetta allt saman áður.
 
 
Við viljum þakka Þór alveg sérstaklega vel fyrir og vonandi fáum við að kíkja í safnið hans nánar á næstunni.

Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst