Þormóður rammi fundinn?

Þormóður rammi fundinn? Nokkrir fornleifafræðingar á vegum Fornleifastofnunar Íslands hafa unnið að uppgreftri og rannsóknum á fornum sjóbúðum á

Fréttir

Þormóður rammi fundinn?

Þormóður rammi fundinn?
Þormóður rammi fundinn?
Nokkrir fornleifafræðingar á vegum Fornleifastofnunar Íslands hafa unnið að uppgreftri og rannsóknum á fornum sjóbúðum á Siglunesi síðustu daga. Miklar mannvistarleifar finnast þar í sjávarbökkum sem líkur eru á að séu frá 12.-13. öld og jafnvel eldri.

Fáir manngerðir munir hafa fundist enn sem komið er en þeirra á meðal er lítil stytta úr beini sem sýnir hermann við alvæpni – með hjálm á höfði, skjöld, sverð og spjót sem hann heldur þétt að sér.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins heimsótti rannsóknarstað á þriðjudaginn, ásamt Þór Hjaltalín minjaverði á Norðvesturlandi, og var þá gantast með það að þarna væri sjálfur landnámsmaðurinn Þormóður rammi fundinn en samkvæmt Landnámu þá byggði hann bú sitt á Siglunersi.


Birna Lárusdóttir verkefnisstjóri sagði vísindamennina telja þennan fund mjög merkan en ekki yrði neitt sagt um hve gamall hann gæti verið fyrr en að aldursgreiningu lokinni. Þarna hefur einnig fundist hárkambur úr beini, vaðsteinn, spilateningur og seilarnálar úr beini.

Auk þess veita ógrynni smábeina í jörðu  innsýn inn í matarræði og líf vermanna til forna. Að sögn Birnu er þessi rannsóknarstaður á Siglunesi það áhugaverður að búast má við framhaldsvinnu þeirra næsta sumar ef styrkur fæst úr fornleifasjóði, en hann styrkir núverandi rannsókn.

Hafinn er undirbúningur að sýningu í Síldarminjasafninu á þessum elstu minjum um búsetu við Siglufjörð og þróun hinna miklu verstöðva þar. 

Á ljósmynd sést hluti athuganarstaða, fyrir miðju segir  Birna Lárusdóttir frá rannsóknarvinnunni. Vinstra megin við hana er Þór Hjaltalín og lengst til vinstri Maddý Þórðar Siglnesingur.


Síðasta mynd: Rannsóknarfólkið heima í Þormóðshúsi þar sem það dvelur: Birna Lárusdóttir, Howell Roberts frá Englandi, Ramona Harrison frá Austurríki, Anna Hellgren Svíþjóð og Sigríður Þorgeirsdóttir.

Texti og myndir: ÖK.

 

 




Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst