Þrif-hamagangur á Hóli

Þrif-hamagangur á Hóli Þessa dagana standa yfir gróf grunn þrif á íbúðarhúsnæði Hóls eftir brunann sem varð í skemmu húsnæðisins.

Fréttir

Þrif-hamagangur á Hóli

Þessa dagana standa yfir gróf grunn þrif á íbúðarhúsnæði Hóls eftir brunann sem varð í skemmu húsnæðisins fyrir stuttu.

 

Miklar skemmdir urðu á húsnæðinu, húsgögnum og öllum munum sem þar eru af völdum sóts, reyks og ösku svo ekki sé talað um lyktina.  Það eru því mörg verkin sem þarf að vinna.

 

En það er ekki að spyrja að samstöðu og hjálpsemi fólks þegar eitthvað bjátar á. Margir boðnir og búnir að taka til hendinni og telja það ekki eftir sér. 

Stefnt er á áframhaldandi vinnu í dag, áætlum að byrja um 17:30.

 

Við látum tveggja tíma vinnu duga hvern dag því ekki er gott loftið í húsinu. 

 

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Dagný Finns tók á þriðjudaginn er óhætt að segja að það sé hamagangur á Hóli.

 

Með bestu kveðju og þökkum til allra

Ella Maja

Fyrir hönd UIF 

HóllArnar Freyr tók til hendinni.

 

HóllÞórarinn mætti að sjálfsögðu

 

HóllÓmar fer létt með þetta.

 

HóllBrynjar sá um gardínumálin. Enda er Brynjar annálað snyrtimenni og hefur sértaklega gaman af því að dúlla sér við gardínu-uppsetningar.

 

HóllÞessi er svolítið óskýr, en Eva sá um að syngja í þessa brunaslöngu og hafði virkilega gaman af segja sögurnar.

 

HóllBrynja er alltaf hress. Sigurpáll heldur við skófluna fyrir Brynju.

 

Svo miklu meira af myndum hér.

 

Myndir koma frá Dagný Finns.


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst