Tígulkvartettinn heldur áfram tónleikaferð sinni um norðurland um helgina.
Tígulkvartettinn heldur áfram tónleikaferð sinni um norðurland um helgina. Er nú ferðinni heitið til Ólafsfjarðar. Tónleikar verða í Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 9. mars kl 17.
Tígulkvartettinn skipa Zsuzsanna Bitay fiðluleikari, Tomasz Kolosowski fiðluleikari, Pawel Kolosowski víóluleikari og Ásdís Arnardóttir sellóleikari.
Þau munu leika strengjakvartetta nr. 2 í G dúr eftir Mozart og nr. 1 í F dúr eftir Beethoven. Einnig verður leikið Lundúnatríó eftir Haydn.
Gestur á tónleikunum er Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari.
Miðaverð kr. 2.500,- Fyrir eldri borgara kr. 1.500,- og ókeypis fyrir námsfólk.
Menningarráð Eyþings styrkir tónleikana.
Athugasemdir