Tilkynning frá Ferðafélagi Siglufjarðar
Taka tvö!
Ferðafélag Siglufjarðar mun gera aðra tilraun til að ganga á Skrámuhyrnu, sem til stóð að fara laugardaginn 3. ágúst, en féll niður vegna veðurs.
Farið verður frá skíðaskálanum á morgun fimmtudaginn 7. ágúst kl. 13:00 og gengið eftir vestureggjum Siglufjarðarfjalla til norðurs og út á Skrámuhyrnu, 625 m. Skrámuhyrna er hæsti tindur Stráka og þaðan er mikil útsýn.
Gengið til baka út á Hvanneyrarhyrnu, niður Gróuskarð og ofan í Hvanneyrarskál.
Nokkuð brött leið og ekki fyrir lofthrædda.
Verð: 1.500 kr. Göngutími 5-6 klst.
Nánari upplýsingar í síma 898 4939. Ferðin ræðst auðvitað af veðri eins og sú fyrri
Athugasemdir