TILKYNNING FRÁ JÓLASVEINUNUM
Við munum sjá um dreifingu pakka og korta eins og undanfarin ár.
Tekið verður á móti pökkum (fyrir börn og fullorðna) á Þorláksmessu í Kiwanishúsinu á Siglufirði
18:00-21:00 og í TJARNARBORG (vitlaus staðsetning í Tunnunni) á Ólafsfirði 18:00-21:00.
Fyrirtæki geta fengið hjálp hjá sveinka við dreifingu á jólapökkum til starfsmanna.
Á aðfangadag kl. 11:00 förum við jólasveinarnir á stjá.
Hefjið aðfangadaginn á því að fá jólasveininn í heimsókn.
Hvetjum fyrirtæki og einstaklinga til að nýta sér þjónustu okkar.
Einnig minnum við á jólaballið í Tjarnaborg á annan í jólum klukkan 14:00 og jólamótið sem fer fram laugardaginn 29. des.
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar vill þakka þeim fjölmörgu sem hafa stutt starf knattspyrnunnar á undanförnum árum og vonum að þeir
verði áfram með okkur á komandi ári. KF sendir öllum iðkendum, þjálfurum, sjálfboðaliðum, stuðningsaðilum og fjölskyldum
þeirra, sem og öllum íbúum Fjallabyggðar, ósk um Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt fótboltaár.
kfbolti.is
Stjórn Knattspyrnufélags Fjallabyggðar
Athugasemdir