Tilkynning frá Vegagerðinni vegna endurbóta á Múlagöngum

Tilkynning frá Vegagerðinni vegna endurbóta á Múlagöngum Í haust mun Vegagerðin ráðast í nokkuð umfangsmiklar endurbætur á rafbúnaði í Múlagöngum.

Fréttir

Tilkynning frá Vegagerðinni vegna endurbóta á Múlagöngum

Innsent efni.

Í haust mun Vegagerðin ráðast í nokkuð umfangsmiklar endurbætur á rafbúnaði í Múlagöngum.

Tilgangur með þessum framkvæmdum er fyrst og fremst sá að auka umferðaröryggi. 

Rafbúnaður verður m.a. endurbættur og aukin, lýsing aukin verulega, öll skilti verða upplýst auk þess sem fjarskiptakerfi verður sett í göngin svo eitthvað sé nefnt.

Gert er ráð fyrir að þetta verk hefjist í nóvember nk. og standi yfir til vors 2014. 
  
Áður en vinna hefst við endurbætur á rafbúnaðinum þarf að sprengja út tvö lítil tækjarými í göngunum og styrkja þau með sprautusteypu. Að auki mun fara fram minni háttar viðhald á steypu í göngum. Vinna við þetta verk hefst í næstu viku og mun standa yfir mestan hluta septembermánaðar.

Loka þarf göngunum fyrir umferð nokkrar nætur meðan unnið er að sprengingum og steypuvinnu. Lokunin mun vara frá 23:00 á kvöldin og til 06:30 á morgnana aðfararnætur þriðjudaga til föstudaga.  

Lokun ganganna mun verða auglýst sérstaklega í hvert sinn. Það skal tekið fram að viðbragðsaðilar geta farið um göngin án tafa þó lokun standi yfir. Búast má við minni háttar umferðartöfum að öðru leyti meðan á framkvæmdum stendur. 


Vegagerðin vonar að vegfarendur taki þessu vel og sýni ýtrustu aðgát við akstur í göngunum meðan á þessu stendur. 


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst