Tilkynning frá Vegagerðinni vegna vinnu í Múlagöngum
sksiglo.is | Almennt | 31.10.2013 | 10:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 130 | Athugasemdir ( )
Innsent efni.
Verktaki náði ekki að klára alveg sprautusteypuverkið í síðustu viku – því þarf að loka Múlagöngum aðfararnótt föstudags í þessari viku frá kl 23.00 til kl 06.30.
Það skal tekið fram að viðbragðsaðilar
geta farið um göngin án tafa þó lokun standi yfir. Vegagerðin vonar að vegfarendur taki þessu vel og
sýni ýtrustu aðgát við akstur á meðan framkvæmdum stendur, fyrir og eftir lokanir.
Athugasemdir