Tónleikar í Ljóðasetrinu á Sigló kl. 20.00 í kvöld

Tónleikar í Ljóðasetrinu á Sigló kl. 20.00 í kvöld Tónleikaröðin 802 er í kvöld, föstudag, í Ljóðasetrinu á Sigló kl. 20.00. Allir velkomnir, 1.000 kall

Fréttir

Tónleikar í Ljóðasetrinu á Sigló kl. 20.00 í kvöld

http://toti7.123.is/
http://toti7.123.is/

Tónleikaröðin 802 er í kvöld, föstudag, í Ljóðasetrinu á Sigló kl. 20.00. Allir velkomnir, 1.000 kall inn, sem rennur til Ljóðasetursins, og það má hafa með sér nesti!! Sem er í raun alveg lífsnauðsynlegt fyrir til dæmis mann eins og mig.

Ég sé fyrir mér samloku(r) með beikoni og eggjum og jafnvel létt svissuðum tómat,salt og pipar, jafnvel örlítið af köd og grill kryddi og japönsku mæjónesi. Úff hvað japanskt majónes er gott.

Þetta verða fjórðu tónleikarnir í tónleikaröðinni "802" því Þórarinn (Tóti) þjófstartaði með þremur örtónleikum fyrir krakkana í Grunnskóla Fjallabyggðar í gær.

Aftur að nestinu. Ég sé fyrir mér í eftirrétt franska súkkulaðiköku með "dash" af rjóma( "dash" fyrir mér þýðir eiginlega alveg heill haugur) og jarðaberjahrúgu til hliðar.

Tónleikaröðin er einn liður í því að Þórarinn vill þakka fyrir titilinn Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2013.

Og ég er að spá í að fá mér fullt af kaffi með þessu öllu. Úff hvað þetta verða góðir tónleikar.

Er þetta ekki bara tækifærið sem við þurfum til að komast frá uppvaskinu (nú tala ég fyrir ykkur hina strákar, því ég má ekki vaska upp heima, Ólöf segir að ég geri það svo illa. Þannig að það "plan" tókst ágætlega og við vonum að hún lesi ekki þessa tilkynningu, ég má ekki heldur setja í þvottavél) og bregða undir okkur miklu betri fætinum og skella sér á tónleika? Það held ég bara.

Hérna er svo slóð inn á síðu sem Tóti heldur úti.

http://toti7.123.is/

Hrólfur Baldurs.


Athugasemdir

15.september 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst