Tónleikar í Siglufjarðarkirkju
sksiglo.is | Almennt | 03.01.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 556 | Athugasemdir ( )
Tónleikar í Siglufjarðarkirkju þriðjudaginn 3. janúar kl. 20.30. Fram koma Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla og Eyþór Ingi Jónsson, harmóníum.
Mozart á moldargólfi, Schubert í sauðskinsskóm, Lizt í lopapeysu, Händel með hangikjöti og Lully lundabaggi. Þetta eru brot af hugmyndum sem túlkaðar verða á tónleikunum. Flutt verður erlend tónlist framreidd af íslenskum alþýðusið í bland við íslensk og erlend þjóðlög.Flytjendur koma fram í þjóðbúningum og leika á fiðlu og harmóníum. Markmið tónleikanna er að viðhalda gamalli hefð, en hljóðfærin tvö hafa skipað stóran sess í alþýðutónlist Íslendinga um langt skeið. Einnig verða klassísk verk kynnt á aðgengilegan máta fyrir áheyrendum og sett í nýjan búning. Hluti tónlistarinnar verður fluttur í gömlum danstöktum, eins og t.d. polka, ræl og vals.
Lára Sóley tók þátt í styrktartónleikum í Siglufjarðarkirkju 29. des. Myndin á forsíðu er af Láru og manni hennar Hjalta.
Aðgangur er ókeypis og eru tónleikarnir styrktir af Menningarráði Eyþings."
Texti: Aðsendur
Mynd: GJS
Athugasemdir