Tónleikar í Siglufjarðarkirkju í kvöld

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju í kvöld Mukkaló og Júníus Meyvant munu koma fram í Siglufjarðarkirkju í kvöld, fimmtudaginn 16 desember, klukkan 20:00.

Fréttir

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju í kvöld

Mukkaló
Mukkaló

Mukkaló og Júníus Meyvant munu koma fram í Siglufjarðarkirkju í kvöld, fimmtudaginn 16 desember, klukkan 20:00.

Um hljómsveitirnar:
Júníus Meyvant er ungt söngvaskáld úr Vestmanneyjum. Hann hefur áður spilað með rokksveitinni Jack London, sem hefur ferðast víða um veröldina (líkt og samnefndur rithöfundur). Nú verður Júníus hinsvegar á rólegri nótum en áður, með kassagítarinn að vopni. Tónlistina mætti kalla blúsað kassagítarpopp, en með ýmsum bragðbætiefnum þó.

Mukkaló er ung 6 manna sveit úr Reykjavik sem spilar lágstemmt þjóðlagaskotið jaðarpopp í anda tónlistarmanna á borð við Bright Eyes, Noah and the Whale og Sufjan Stevens. Mukkaló málar sína björtu hljóðmynd með kassagítörum, trommum, fiðlum, harmonikku og sílófón. Textarnir eru ýmist á ensku eða íslensku, en eiga það sameiginlegt að fjalla á einlægan hátt um ástina, lífið og æðri máttarvöld.

Mukkaló var að koma frá London þar sem þau hituðu upp fyrir Bombay Bicycle Club í Queen Elizabeth Hall frammi fyrir tæplega 2000 manns og voru það stærstu tónleikar þeirra hingað til.  Þeir gengu vonum framar og líklegt er að bandið muni halda áfram að spila á erlendum grunni.

Hér er linkur á eventið á facebook:
http://www.facebook.com/event.php?eid=165460050153494&ref=ts
Mukkaló
http://www.youtube.com/watch?v=wKVAggOr8aE
http://www.youtube.com/watch?v=sAOts7G3I5k


Athugasemdir

17.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst