Tónleikar Karlakórs Siglufjarðar í Siglufjarðarkirkju kl. 20:00 í kvöld
sksiglo.is | Almennt | 06.07.2011 | 14:30 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 265 | Athugasemdir ( )
Upphafstónleikar Þjóðlagahátíðar eru í kvöld og það eru “karlarnir okkar” sem hefja hátíðina. Efnisskrá tónleikanna er frábrugðin vortónleikum kórsins að ýmsu leit, en fyrst og fremst ber að nefna trompetleikarann Eirík Örn Pálsson sem hefur bætst í hópinn og spilar það hlutverk sem Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt) lék með Karlakórnum Vísi.
Óhætt er að fullyrða að þeir tónleikagestir sem muna eftir stórkostlegum trompetleik Gerhard munu ekki verða fyrir vonbrigðum.Tónleikarnir verða klukkan 20:00 í kirkjunni í kvöld og verða tæpur klukkutími.
Texti: Guðrún IngimundardóttirMynd: GJS
Athugasemdir