Tónskólinn og félagsmiðstöðin Neon voru með opin dag miðvikudaginn 8 maí.
sksiglo.is | Almennt | 13.05.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 418 | Athugasemdir ( )
Sökum þess að Ólöf er að láta mig setja upp rakarastofu hérna á Siglufirði (hana fer nefnilega bráðum að vanta pening fyrir
skóm eða fötum) þá komst ég ekki sjálfur í Tónskólann.
Það var þá ekkert annað í stöðunni en að senda Ólöfu vopnaða myndavél til að taka myndir af herlegheitunum
þar. Og að sjálfsögðu tók hún stúlkurnar okkar með. Með miklum gleðisvip var mér tjáð það þegar ég
kom heim örþreittur og sársvangur (sem gerist reyndar ekki oft) að eldri dóttir okkar er búin að skrá sig í fiðlunám.
Ég veit ekki hvort að ég náði hreinlega að fela óttasvipinn nægilega vel, en ég var allavega spurður að því hvort
ég væri ekki bara alveg himinlifandi og hreinlega í skýjunum með þá ákvörðun mæðgnanna. Frændi minn sagði mér
eitt sinn frá því að dóttir hans væri að læra á fiðlu, og það væru víst bara fyrstu 3 árin sem voru eins og
það væri 10 kéttir að renna niður krítartöflu á klónum þegar hún var að æfa sig á fiðluna. Og að
æfingarnar þyrftu helst að byrja þegar faðirinn kæmi heim úr vinnu og á fréttatíma. Mér var af einhverri ástæðu
hugsað til frænda míns, krítartöflunar og kattarins þegar mér var tjáð þetta.
Vonandi misskilji þið mig ekki, ég er mjög ánægður með það að dóttir mín hafi áhuga á tónlist og
ég vona að hún fái áhugann af fullum krafti. Ég er samt að spá í að syngja með þegar hún æfir sig á
fiðluna til að athuga hvort okkar gefst fyrr upp, hún á söng föður síns eða ég á fiðlunni. En hún er þrjósk eins
og mamma sín þannig að ég býst við að ég gefist upp á undan.
Í Tónskóla Fjallabyggðar er úrvals fólk að kenna og krakkarnir voru víst mjög góðir og eiga örugglega framtíðina
fyrir sér í tónlistinni.
Svo tók Ólöf nokkrar myndir til að sýna ykkur.






Athugasemdir