Tordenskjold fundinn

Tordenskjold fundinn Laugardaginn 21. apríl fann kafarinn, Erlendur Guðmundsson, leifar hins mikla herskips Tordenskjolds á botni Siglufjarðar þar sem

Fréttir

Tordenskjold fundinn

Málverk af freigátunni Tordenskjold
Málverk af freigátunni Tordenskjold

Laugardaginn 21. apríl fann kafarinn, Erlendur Guðmundsson, leifar hins mikla herskips Tordenskjolds á botni Siglufjarðar þar sem það hefur legið í nærri 90 ár. Um skeið hefur verið samvinna milli Erlends og Síldarminjasafnsins um að grafast fyrir um staðsetningu flaksins.

Þótt Tordenskjold hafi verið freigáta búin til styrjalda þá endaði hann „lífdaga“ sína ekki síður sem nokkurs konar síldarminjar, hálfgrafnar í sand og litríkan sjávargróður.

En eins og áður hefur komið fram hér á fréttavefnum, var sá gamli dreginn yfir Atlantsála eftir að hann lauk hernaðarhlutverki sínu og var notaður sem lagerskip í síldarhöfninni frægu – rúinn öllum fyrri búnaði og virðuleika.

Skipið var sjósett 1852, og var það 50.4 m. á lengd og 12.9 m. á breidd, 1.453 tonn og bar allt að 80 fallbyssur. Stærð flaksins kemur heim og saman við þessi mál og mörg önnur söguleg atriði staðfesta að þarna liggur Tordenskjold.                                                              

Erlendur Guðmundsson er atvinnukafari og býr á Akureyri. Eitt helsta áhugamál hans er neðansjávarljósmyndun og kvikmyndun. Hann var hér með konu sinni, Laufeyju Böðvarsdóttur, og syni þeirra, Þorbergi, sem einnig kafaði við þessa leit.                                                                                                                                                              Ekki Ekki verður gefið meira upp að sinni um staðsetningu flaksins en að það liggur norðan Eyrarinnar (Siglufjarðareyrar/Þormóðseyrar/Hvanneyrar). Næsta skref í athugun Síldarminjasafnsins á Tordenskjold er að fá kafara Fornleifaverndar ríkisins til að skoða skipsleifarnar.



Búist til köfunar, Laufey, Þorbergur og Erlendur - Ljósm: ÖK



Erlendur kafari leggur í´ann – ljósm: ÖK

Hluti af botni eða millidekki? – ljósm: Erlendur Guðmundsson



Víða eru koparboltar í plönkum – ljósm. Erlendur Guðmundsson



Hluti skutsins rís upp úr sandinum - ljósm. Erlendur Guðmundsson



Eitthvert torkennilegt „stykki“ - ljósm. Erlendur Guðmundsson



Rommflaska Tordenskjolds? - ljósm. Erlendur Guðmundsson


Texti: ÖK




Athugasemdir

15.september 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst