Um helgina var haldið Landsmót kvæðamanna.
Um helgina var haldið á Siglufirði Landsmót kvæðamanna, þar sem Landssamtök kvæðamanna voru stofnuð.
Í Bláa-húsi Rauðku var í gær umræða um fyrirhuguð lög Landssamtakanna.
Farið var yfir greinar laganna og greidd atkvæði um þau, hvernig samtökin ætla að ná markmiðum sínum, hvenær aðalfundir verða og
annað þess háttar.
Kl 10 í dag, sunnudag, hefst svo formlegur stofnfundur Landssamtakanna sem munu heita Stemma.
Þarna voru saman komnir félagar frá kvæðamannafélögum víðsvegar af landinu.
Formenn Árgala Selfossi, Gefjunnar á Akureyri, Iðunnar í Reykjavík, Rímu á Siglufirði, umboðsaðili Kvæðamannafélagsins
Vatnsnesingur, og formaður Félags ljóðaunnenda á Austurlandi.
Að öllum líkindum verða a.m.k. 6 félög stofnaðilar að samtökunum.
Athugasemdir