Umferðareftirlit Vegagerðarinnar
Meginmarkmið Umferðareftirlits er að veita góða þjónustu með lipru og réttlátu umferðareftirliti.
Verkefni Umferðareftirlits:
Að hafa eftirlit með stærð, heildarþyngd og ásþunga ökutækja, hleðslu, frágangi og merkingu farms, ökumælum, ökuritum, olíugjaldi og kílómetragjaldi, leyfisskyldri starfsemi sem varðar fólksflutninga og farmflutninga á landi, akstri leigubíla og aksturs- og hvíldartíma ökumanna.
Starfsmarkmið: að fyrirbyggja og fækka brotum með það fyrir augum að tryggja á þann hátt aukið umferðaröryggi og bæta samkeppnistöðu aðila.
- að sinna eftirliti með þeim hætti að það valdi vegfarendum sem minnstri truflun.
- að hafa gott samstarf við alla þá aðila sem undir eftirlit þetta falla.
- Vegagerðin gerir út til verkefnisins fjóra eftirlitsbíla merkta "Umferðareftirlit" og er þeir útbúnir þannig að þeir geti sinnt eftirlitsstörfum Vegagerðarinnar sbr. skilgreind markmið. Bifreiðarnar eru mannaðar 2 eftirlitsmönnum.
Athugasemdir