Umferðareftirlit Vegagerðarinnar

Umferðareftirlit Vegagerðarinnar Meginmarkmið Umferðareftirlits er að veita góða þjónustu með lipru og réttlátu umferðareftirliti. Verkefni

Fréttir

Umferðareftirlit Vegagerðarinnar

Starfsmenn Vegagerðar að störfum
Starfsmenn Vegagerðar að störfum

Meginmarkmið Umferðareftirlits er að veita góða þjónustu með lipru og réttlátu umferðareftirliti.

Verkefni Umferðareftirlits:
Að hafa eftirlit með stærð, heildarþyngd og ásþunga ökutækja, hleðslu, frágangi og merkingu farms, ökumælum, ökuritum, olíugjaldi og kílómetragjaldi, leyfisskyldri starfsemi sem varðar fólksflutninga og farmflutninga á landi, akstri leigubíla og aksturs- og hvíldartíma ökumanna.


Starfsmarkmið: að fyrirbyggja og fækka brotum með það fyrir augum að tryggja á þann hátt aukið umferðaröryggi og bæta samkeppnistöðu aðila.

  • að sinna eftirliti með þeim hætti að það valdi vegfarendum sem minnstri truflun.
  • að hafa gott samstarf við alla þá aðila sem undir eftirlit þetta falla.
  • Vegagerðin gerir út til verkefnisins fjóra eftirlitsbíla merkta "Umferðareftirlit" og er þeir útbúnir þannig að þeir geti sinnt eftirlitsstörfum Vegagerðarinnar sbr. skilgreind markmið. Bifreiðarnar eru mannaðar 2 eftirlitsmönnum.
        Tekið af vef Vegagerðar




Athugasemdir

09.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst